Þungfært að perlum

Aðeins 300 metrar eru frá hringveginum að hverum austan Námafjalls. …
Aðeins 300 metrar eru frá hringveginum að hverum austan Námafjalls. Ferðafólk verður að kjaga þessa leið í snjónum. mbl.is/Birkir Fanndal

Markaðsskrifstofa Norðurlands hefur óskað eftir því við Vegagerðina og innanríkisráðuneytið að fá reglulegan snjómokstur vega að helstu náttúruperlum svæðisins, t.a.m. Dettifossi og Goðafossi.

Erlendum ferðamönnum sem heimsækja svæðið hefur fjölgað umtalsvert í vetur og telja ferðamálafrömuðir að átakið Ísland - allt árið, sem ríkisstjórnin stendur fyrir í samvinnu við ferðaþjónustuna, sé til lítils ef aðgengi að helstu ferðamannastöðum er ekki jafnframt tryggt.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag telur Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri á Hótel Reynihlíð við Mývatn, reglur Vegagerðarinnar um snjómokstur hamla aukningunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert