Kurteisi

Sigríður Ólafsdóttir
Sigríður Ólafsdóttir

„Þá er nú svo komið að skrípalætin á alþingi hafa náð hámarki. Tveir þingmenn gripu óbeint fram í fyrir öðrum þingmanni með því að ganga fram fyrir ræðustól með árituð ádeiluspjöld í hans garð í fanginu, beinandi þeim að myndavélum sjónvarps,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi í grein í Morgunblaðinu í dag.

Segir Sigríður m.a. í grein sinni að nýverið hafi heyrst fréttir af alþingismönnum sem sátu skríkjandi og flissandi á aftasta bekk eins og táningar á hormónaflippi, í tíma sem þeim finnst leiðinlegur, á síðasta degi fyrir sumarfrí. „Einhvers staðar las ég að fyrrnefnd spjöld hefðu átt að vera fyndin en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Hins vegar finnst mér ekki ósennilegt að börn sem stunda sandkassaleiki í leikskólum landsins myndu aldrei láta sér detta slíkt í hug.“

Lokaorð sauðfjárbóndans eru þessi: „Það er á okkar ábyrgð að hleypa ekki fólki áfram sem hefur engar lausnir fram að færa heldur aðeins skítkast í garð náungans. Það er á okkar ábyrgð að kjósa fólk sem sýnir almenna kurteisi og virðingu gagnvart samlöndum sínum og það er á okkar ábyrgð að kjósa fólk sem hefur eitthvað annað til landsmálanna að leggja en persónulegar móðganir í garð keppinauta sinna.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert