VG og olíuvinnsla á Dreka

Hjörleifur Guttormsson
Hjörleifur Guttormsson

„Í liðinni viku kom fram að Orkustofnun hafi í lok október 2012 tekið ákvörðun um að veita tveimur aðilum sérleyfi til 12 ára til rannsókna og vinnslu olíu og gass á Drekasvæðinu,“ segir Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Segir Hjörleifur að í framhaldi af því hafi norskum stjórnvöldum verið tilkynnt sú ákvörðun og þau nú ákveðið fjórðungsþátttöku í umræddum sérleyfum samkvæmt samkomulagi um skiptingu Jan Mayen-svæðisins frá árinu 1981. Hér er um afar stóra og afdrifaríka ákvörðun að ræða. Í henni felst ekki aðeins leyfi til rannsókna heldur jafnframt vinnsluleyfi til viðkomandi fyrirtækja. Sérstaklega er tekið fram að handhafar sérleyfanna njóti forgangs um frekari leyfisveitingar, segir náttúrufræðingurinn.

 Í grein sinni segir Hjörleifur m.a.: „Andvaraleysi forystumanna VG í þessu máli er með ólíkindum. Mér er ekki kunnugt um að þeir styðjist við neinar flokkssamþykktir sem réttlæti afstöðu þeirra í þessu stórmáli. Ekki tekur betra við þegar formaður VG tekur sér stöðu með norskum krataforingjum í afstöðu til olíuvinnslu í norðri, og virðist kappsamur um að olíuleit á Drekasvæðinu leiði til vinnslu.“

Lokaorðin eru þessi: „Þeir mörgu sem horft hafa til VG vegna umhverfismálanna hljóta að spyrja í ljósi þess sem hér er að gerast: Hvað má nú til varnar verða vorum sóma?“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert