VR ætlar ekki að eignast hlut í Eir

Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi.
Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stéttarfélagið VR segir að ekkert sé til í því að félagið hafi áhuga á að eignast eignir hjúkrunarheimilisins Eirar, eins og fullyrt var í DV í dag. Engar slíkar hugmyndir hafi verið ræddar í stjórn félagsins. 

„Eina aðkoma VR að stöðu Eirar var þegar meirihlutinn í Reykjavíkurborg, stærsta stofnaðila heimilisins, óskaði eftir því í lok októbermánaðar að formaður VR kæmi að málefnum hjúkrunarheimilisins. Umbeðið hlutverk hans var að leita sátta til að auðvelda vinnu við lausn þess mikla vanda sem Eir glímir við, en mikið vantraust ríkir milli aðila í stjórn og fulltrúaráði Eirar. Því var lagt til að skipuð yrði ný stjórn og allt fulltrúaráðið viki og nýtt skipað í þess stað.Hvorki formaður né stjórn VR hafa haft önnur afskipti af málefnum Eirar. 

VR kom að stofnun Eirar fyrir rúmum tveimur áratugum og félagið hefur ávallt viljað veg stofnunarinnar sem mestan þar sem hún sinnir miklu burðarhlutverki í þjónustu við elstu kynslóð landsins,“ segir í yfirlýsingu frá VR.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert