Hægt að laga Kjalveg fyrir 300 milljónir kr.

Kjalvegur.
Kjalvegur. mbl.is/loftmyndir

Forsvarsmenn fyrirtækja, sem stunda ferðaþjónustu yfir Kjalveg, hafa tekið höndum saman um að vekja athygli stjórnvalda á slæmu ástandi Kjalvegar. Þeir hafa sent bréf til þingmanna og áttu fund með samgöngunefnd Alþingis þar sem þeir skýrðu sjónarmið sín.

„Við sýndum þeim hugmyndir okkar um að gera úrbætur á Kjalvegi upp á rúmar 300 milljónir króna. Þetta yrði ferðamannavegur sem yrði fær miklu lengur á árinu en nú er. Vegurinn gæti einnig verið almannahagsmunamál sem væri hægt að ryðja hvenær sem er ef t.d. jarðskjálftar yrðu. Við vitum að það er ekki hægt að hafa malbikaðan veg þarna,“ segir Gunnar Guðjónsson sem rekur ferðaþjónustu á Hveravöllum.

Ferðaþjónustumenn segja að ef engar úrbætur verða gerðar á veginum muni ferðaþjónusta ekki geta þrifist á þessum slóðum. Vegurinn yfir Kjöl var óvenju slæmur í sumar. Vegargerðina skortir fé til að halda honum við. Engin fjárveiting til framkvæmda á Kjalvegi er á samgönguáætlun til ársins 2014.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert