„Þetta þykja mér ekki góð tíðindi“

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson Styrmir Kári

„Þetta þykja mér ekki góð tíðindi og finnst mér eftirsjá að Lilju Mósesdóttur af vettvangi stjórnmálanna þótt fyrirsjáanlegt væri að við yrðum ekki samherjar í komandi kosningum,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra um þá ákvörðun Lilju að gefa ekki kost ár sér í næstu þingkosningum.

Ögmundur skrifar pistil á vefsvæði sitt þar sem hann rifjar upp að Lilja var í Vinstrihreyfingunni grænu framboði en sagði sig úr flokknum vegna ónægju með stefnu og framkvæmd. „Hún byggði afstöðu sína á málefnalegum forsendum og þótt leiðir skildu með okkur flokkslega vorum við oftar en ekki sámála hvað málefnin varðar.“

Hann segir Lilju vandaða í vinnubrögðum og að hana skorti hvorki þrek né þor til að takast á við erfið verkefni. 

Vefsvæði Ögmundar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert