Farþegi stóð upp í lendingu

Icelandair.
Icelandair. Eggert Jóhannesson

Farþegar og áhöfn um borð í flugvél Icelandair yfirbuguðu karlmann sem stóð upp skömmu áður en vélinni var lent á Keflavíkurflugvelli. Manninum var haldið í sæti sínu þar til flugvélin var komin upp að flugstöðvarbyggingunni. Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Vélin var að koma frá Washington í Bandaríkjunum. Ekki liggur fyrir hvað maðurinn ætlaði sér með að standa upp á þessum tímapunkti en lögregla tók á móti honum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og var tekin af honum skýrsla. Verið er að kanna hjá Icelandair viðbrögð fyrirtækisins og næstu skref. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert