„Dapurleg niðurstaða“

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. mbl/Ómar

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, gagnrýndi vinnubrögð á þinginu við upphaf þingfundar eftir jólahlé í gær og sagði einnig að þingfrestun væri gömul arfleifð sem passaði ekki vel við þróun þingsins. Brýnt væri að færa til nútímahorfs mörg ákvæði um Alþingi, bæði í stjórnarskrá og lögum.

„Jafnframt þarf að kynna störf Alþingis og alþingismanna betur og eyða alls konar gömlum og röngum hugmyndum sem eru á kreiki og jafnvel er alið á. Þær eru sumar til þess fallnar að rýra álit þingsins og þingmanna í augum þjóðarinnar,“ sagði hún.

Minnti hún á að nýr samkomudagur þingsins í fyrri hluta september sl. var hugsaður til þess að létta á tímapressu þegar nær dregur jólum og til þess að gefa þinginu rýmri tíma til að afgreiða fjárlög. „Mér virðist að þetta áform hafi brugðist og aðeins hafi sannast gamalt lögmál, að hlutirnir taki þann tíma sem þeim er skammtaður. Það er dapurleg niðurstaða fyrir okkur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert