Funda í dag um stjórnarskrána

Illugi Gunnarsson.
Illugi Gunnarsson. mbl.is/Rax

Ríkisstjórnarflokkarnir munu í dag funda með stjórnarandstöðunni en á fundinum stendur til að ræða tímalengd umræðunnar um stjórnarskrárfrumvarpið.

Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ætla að mæta á fundinn.

„Það auðvitað vekur nokkra furðu mína að það sé verið að funda um þetta mál þegar allar nefndir þingsins eru ekki ennþá búnar að skila sínu áliti til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar,“ segir Illugi Gunnarsson í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, og bætir við: „Mér finnst þetta einmitt um leið endurspegla vinnubrögðin í þessu máli .“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert