Enn fundað um kjör hjúkrunarfræðinga

Frá samstöðufundi hjúkrunarfræðinga við Landspítalann í Fossvogi í haust.
Frá samstöðufundi hjúkrunarfræðinga við Landspítalann í Fossvogi í haust. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og Landspítala sitja enn á fundi þar sem reynt er að komast að samkomulagi um endurnýjaða stofnanasamninga hjúkrunarfræðinga. Að sögn Björns Zoega forstjóra Landspítala hafa viðræður gengið vel í morgun og segist hann bjartsýnn um framhaldið.

Fundurinn hófst klukkan 10:30 í morgun. Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir ljóst að aðilum beri mikið á milli í deilunni en í pistli sem birtist á vefsvæði félagsins í gær segir hún m.a. að til þess að jafna launamun milli hjúkrunarfræðinga og háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins þurfi 1,32 milljarða á ársgrundvelli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert