Björt framtíð næststærsti flokkurinn

Samfylkingin tapar miklu fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Capacent og mælist nú með 16% fylgi. Fylgi flokksins hefur ekki mælst jafnlítið frá árinu 1999. Fylgi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs minnkar einnig og er nú tæplega 8%. Björt framtíð bætir hins vegar enn verulega við sig og mælist nú annar stærsti flokkur landsins með 19% fylgi.

Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti stjórnmálaflokkurinn og stendur fylgi við hann nokkurn veginn í stað eða 36%. Framsóknarflokkurinn eykur hins vegar fylgið og fer úr 13% í 14%. Aðrir flokkar fá minna fylgi: Hægri-grænir eru með 2,5%, Dögun 2,1%, Samstaða 1% og Píratapartíið rúmlega 2%.

Könnunin var gerð dagana 3.-31. janúar og var heildarúrtakið 9.798 manns. Svarhlutfallið var 60,1%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert