80,6% ánægð með Ólaf Ragnar

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Mikill meirihluti landsmanna er sáttur við störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Plúsinn gerði fyrir útvarpsþáttinn Sprengisand á Bylgjunni og birtar voru í morgun

80,6% eru sátt við störf Ólafs en 19,4 eru það hins vegar ekki. Einnig var spurt að því hvort fólk væri sátt við störf formanna helstu stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Einungis í tilfelli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, mældust fleiri ánægðir en óánægðir með störf hans.

Þannig sögðust 52,1% vera ánægð með störf Sigmundar Davíðs en 47,9% óánægð. 17,1% eru hins vegar sátt við störf Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, ef marka má könnunina en 82,9% ósátt.

Könnunin var gerð á meðan Jóhanna Sigurðardóttir var enn formaður Samfylkingarinnar en 18,3% sögðust ánægð með störf hennar og 81,7% óánægð. Hliðstæða sögu er að segja af Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, en 19,5% eru sátt við störf hans en 80,5% ósátt við þau.

Um netkönnun var að ræða og taldi úrtakið sem spurt var um 800 manns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert