Glorhungruð gamalmenni

Þórir N. Kjartansson.
Þórir N. Kjartansson.

„Hinn fyrsta janúar 2013 datt inn á heimabankann minn fyrsta greiðslan af ellilífeyri og tekjutryggingu frá Tryggingastofnun, kr. 148.321,00,“ segir Þórir N. Kjartansson fyrrverandi forstjóri í Vík í grein í Morgunblaðinu í dag.

Nú vil ég strax taka það fram, segir Þórir, að undirritaður er vel giftur konu, sem er enn í fullri vinnu og skaffar nokkuð vel, svo við sjáum ekki fram á skort á næstu árum. Ekki dettur mér í hug að taka greiðslur úr lífeyrissjóðum sem ég hef borgað í undanfarna áratugi. Sú fjárhæð er ekki hærri en það að ríkið myndi gera hana upptæka að fullu með skerðingarreglunni illræmdu.

Síðar í grein sinni segir forstjórinn fyrrverandi: „Við unga fólkið vil ég segja þetta - Hugsið ykkur vandlega um hvort ekki er betra að leggja það sem þið getið sparað inn á ykkar eigin reikninga. Ekki trúa einhverjum misvitrum gæjum frá ASÍ og SA fyrir peningunum ykkar. Þeir töpuðu „ekki nema“ 480 milljörðum af lífeyri landsmanna í hruninu. Hlustið ekki á það öfugmæli sem reynt er að telja fólki trú um að við séum með „besta lífeyrissjóðakerfi í heiminum“ Þessi gríðarlega peningasöfnun er nefnilega komin í algert óefni og enginn stjórnmálamaður virðist hafa vilja, kjark eða getu til að stokka þetta vitlausa kerfi upp frá grunni.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert