Buðu eins launaflokks hækkun

Hjúkrunarfræðingar höfnuðu tilboði Landspítalans á félagsfundi sl. mánudag.
Hjúkrunarfræðingar höfnuðu tilboði Landspítalans á félagsfundi sl. mánudag. mbl.is/Árni Sæberg

Landspítalinn hefur boðið að sú hækkun launa, sem boðin hefur verið, verði greidd með eins launaflokks hækkun til allra hjúkrunarfræðinga. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að stjórnvöld verði að stíga stærra skref í jafnlaunaátaki núna.

Elsa sagði að Landspítalinn hefði fengið þau skilaboð frá stjórnvöldum að þau væru tilbúin til að verja 370 milljónum í að hækka laun hjúkrunarfræðinga. Það þýddi 296 milljónir til hjúkrunarfræðinga þegar búið væri að draga frá launatengd gjöld.

Elsa sagði að í viðræðunum hefðu stjórnendur Landspítalans sagt við hjúkrunarfræðinga að hægt væri að greiða þessa hækkun með því að leggja áherslu á að bæta aðallega kjör þeirra sem hefðu mesta menntun, en spítalinn væri líka tilbúinn til að deila þessu út með því að hækka alla hjúkrunarfræðinga jafnt um einn launaflokk.

„Ef allir hækka um einn launaflokk þá myndu engar aðrar hækkanir fylgja með,“ sagði Elsa. Hún sagði að ef hin leiðin væri valin, að hækka þá sem hafa mesta sérmenntun, myndu sumar hjúkrunarfræðingar fá enga hækkun, en aðrir meira. Nefnt hefur verið að þeir sem mest fengju mættu ættu von á 12,5% hækkun. Elsa sagði að þá væru menn að tala um hjúkrunarfræðing með meistarapróf sem ynni 24 tíma aðra hverja helgi.

„Stjórnvöld tala um jafnlaunaátak, en hjúkrunarfræðingar leggja áherslu á að stigið verði stærra skref núna, sem þýðir að það þarf meira fjármagn að koma til núna strax. Síðan viljum við fá einhverja staðfestingu á því að næsta skref verði stigið í miðlægum kjarasamningum í byrjun næsta árs og þá hugsanlega að þriðja skrefið verði stigið í stofnmanasamningum þar á eftir.

Ég held að það gerir sér allir grein fyrir því að þessum 20-25% launamun verði ekki eytt í einu skrefi. Menn vilja stærra skref núna vegna þess að launaskriðið er meira hjá öðrum hópum hjá ríkinu. Ef skrefið sem tekið yrði núna er svona lítið þá verðum við í alveg sömu stöðu eftir eitt ár,“ sagði Elsa.

Hafa frest til 12. febrúar að svara

Elsa sagði að stjórnendur á Landspítalanum hefðu í gær og í dag verið að ræða við einstaklinga og hópa sem sagt hafa upp um hvort þeir væru tilbúnir til að draga uppsagnir til baka.

Hjúkrunarfræðinga hafa frest til 12. febrúar að taka ákvörðun um hvort þeir standa við uppsagnirnar. Spítalinn hefur ákveðið þessa dagsetningu vegna þess að stjórnendur hans þurfa að geta skipulagt starfsemina miðað við þann mannskap sem verður við störf 1. mars nk.

„Að sjálfsögðu verða stjórnendur spítalans að sýna ábyrgð og undirbúa það ef svona margir hjúkrunarfræðingar hætta. Ef það verður niðurstaðan að svona margir hjúkrunarfræðingar hætta þá erum við að stíga risaskref aftur á bak í heilbrigðisþjónustu hér á landi. Það er eitthvað sem mun taka langan tíma að ná upp aftur.

Þetta er mjög alvarlegt og ég tel að stjórnvöld verði að svara fyrir þessa stöðu. Mér finnst furðulegt að velferðarráðherra ætli ekkert að tjá sig um málið fyrr en eftir 12. febrúar, eins og haft var eftir honum í gær,“ sagði Elsa.

mbl.is

Innlent »

Málefni flokka á landsvísu ráða mestu

07:37 Málefni flokksins á landsvísu ræður mestu um það hvaða flokkur fær atkvæði í alþingiskosningunum, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Meira »

Tók brjálæðiskast inni á heimili

07:18 Óskað var aðstoðar lögreglu eftir að ölvuð og æst kona, sem var gestkomandi í heimahúsi, hafði ráðist á húsráðandann, sem var vinkona hennar. Einnig barst beiðni um aðstoð vegna 17 ára stráks sem tók brjálæðiskast inni á heimili í nótt og skemmdi mikið af innanstokksmunum. Meira »

Vara við hviðum undir Eyjafjöllum

06:55 Strekkings austlæg átt og fremur vætusamt verður suðaustantil á landinu fram undir hádegi, en mun úrkomuminna annars staðar. Varar Veðurstofan við því að búast megi við við snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum og í Mýrdal fram eftir morgni. Meira »

Hópslagsmál við bar í Kópavogi

06:18 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um hópslagsmál fyrir utan bar í Kópavogi á áttunda tímanum í gærkvöldi.   Meira »

Eldur í ruslagámi við hjúkrunarheimili

06:12 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í ruslagámi við hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi á öðrum tímanum í nótt. Gámurinn var staðsettur undir þakskýli við hjúkrunarheimilið og voru eldtungur farnar að teygja sig í þakskýlið. Meira »

Þrír ráðherrar á útleið

05:30 Mikil endurnýjun verður á þingi eftir alþingiskosningar ef marka má niðurstöður um fylgi framboða eftir kjördæmum í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Meira »

Kampavínið aftur á uppleið

05:30 Sala á kampavíni og freyðivíni hefur aukist mjög það sem af er ári. Ef svo heldur fram sem horfir verður salan í ár svipuð og árið 2008. Meira »

43% fleiri eru búin að kjósa

05:30 Hátt í 43 prósentum fleiri höfðu kosið utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi en síðasta sunnudag fyrir kosningarnar á síðasta ári. Meira »

Stuldur á gögnum ekki réttlætanlegur

05:30 Siðferðislega er ekki rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós. Þetta segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Meira »

250 milljónir vantar til Heilsustofnunar

05:30 Mikill niðurskurður er fyrir höndum í starfsemi Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands fáist ekki aukið fé í reksturinn. Meira »

Cuxhaven undir Ólafsfjarðarmúlanum

05:30 Síðdegis í gær kom Cuxhaven NC 100, nýr togari Deutsche Fischfang Union, dótturfélags Samherja í Þýskalandi, til löndunar á Akureyri. Meira »

Spáir leiðinlegu á kjördag

05:30 Fyrsta alvöruhríðarveður vetrarins gæti komið á laugardaginn kemur, þegar landsmenn ganga til kosninga.   Meira »

Nota styrkinn til að greiða niður lán

05:30 „Allt skiptir máli, að sjálfsögðu. Ég nota þessa upphæð til að létta á afborgunum lána, með því að greiða niður höfuðstól. Mér finnst að maður eigi að nýta þannig stuðning sem þennan,“ segir Karl Ingi Atlason, kúabóndi á Hóli í Svarfaðardal. Meira »

Fangar fari í starfsþjálfun og verknám

Í gær, 21:13 „Fangar hafa verið afgangsstærð í samfélaginu hingað til. Auðvitað er maður hræddur um að þannig verði það áfram en maður hefur fundið andrúmsloftið breystast mikið á undanförnum árum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu og talsmaður fanga. Meira »

Ekki hægt að bóka borð og mæta ekki

Í gær, 18:42 Fjölmargir veitingastaðir hafa tekið upp bókunarkerfi fyrir borðapantanir að erlendri fyrirmynd. Þegar gestir panta borð fá þeir send skilaboð sem innihalda hlekk og þar þurfa þeir að skrá greiðslukortanúmer. Ef gestirnir mæta ekki án þess að hafa afbókað borðið innan sólarhrings fá þeir rukkun. Meira »

Eldur í rafmagnskassa í Breiðholti

Í gær, 23:09 Fyrr í kvöld barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um eldglæringar í rafmagnskassa við Lambastekk í Breiðholti. Ekki var um mikinn eld að ræða en eftir að hann hafði verið slökktur tók Orkuveita Reykjavíkur við á vettvangi. Meira »

Mörg dæmi um kynferðisofbeldi í íþróttum

Í gær, 20:21 Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, segir fjölmörg dæmi um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Frá þessu greindi hún í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Meira »

Frítt að pissa í Hörpu

Í gær, 15:18 Ekki er lengur tekið gjald fyrir aðgang að salernum í Hörpu. Þetta staðfestir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við mbl.is. Byrjað var að rukka fyrir klósettferðir 19. júní síðastliðinn og þótti mörgum ansi vel í lagt að greiða 300 krónur fyrir. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Ukulele
...
Playback borðtennisborð
PLAYBACK borðtennisborð frá BUTTERFLY m/neti, blá eða græn. 19mm borðplata Verð:...
 
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...