Sigu niður að bílnum til bjargar

Áhöfn Landhelgisgæslunnar bjargaði í gær fimm manns úr jeppa sem var fastur úti í á við Landmannalaugar. Sigmaður Gæslunnar seig niður að bílnum en fjórir voru komnir á þak jeppans en einn var enn inni í honum.

Jeppinn var fastur úti í miðri ánni og gruggugt og straumþungt vatnið umlykti hann nær allan.

Þyrlan flutti fólkið á sjúkrahús en einn mannanna var orðinn nokkuð kaldur er honum var bjargað.

Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er jeppinn í eigu íslenskrar ferðaskrifstofu. Lögreglan segir jafnframt að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem bjarga þarf fólki úr háska í skipulagðri ferð á vegum ferðaskrifstofunnar. Lögreglan vill ekki greina frá um hvaða ferðaskrifstofu ræði.

Sjá frétt mbl.is: Ekki í háskaför í fyrsta sinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert