Strákarnir voru líka í „ástandinu“

Það voru ekki einungis íslenskar konur og stúlkur sem vinguðust við erlenda hermenn á hernámsárunum því margir heimamenn voru ekki síður spenntir fyrir hermönnunum. Þeirri sögu hefur þó ekki verið haldið hátt á lofti í gegn um tíðina.

Margar sögur eru til af mönnum sem áttu samneyti við hermenn sem fluttu leyndarmálið með sér úr landi en samkynhneigð var á þessum árum hálfgert bannorð og því gripu margir tækifærið fegins hendi að geta átt í sambandi við menn án þess að eiga á hættu að verða fyrir barðinu á Gróu á Leiti. 

Særún Lísa Birgisdóttir, MA-nemi í þjóðfræði, sem safnar nú sögum frá tímabilinu, segir að ýmislegt hafi gengið á þegar Reykjavík fylltist skyndilega af snyrtilegum, einkennisklæddum hermönnum sem ilmuðu af kölnarvatni. Margar sögur eru til af körlum sem áttu samneyti við hermenn en giftust svo og eignuðust fjölskyldur þegar setuliðið hvarf af landi brott. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert