Fulltrúar Samfylkingarinnar með fyrirvara

„Þetta mál hefur verið í umfjöllun í nefndinni. Fjöldi gesta kom fyrir nefndina og flestir  þeirra komu tvisvar fyrir hana á meðan að á umfjöllun stóð. Við höfum því farið vel yfir málið. Það var auðvitað mikið rætt á síðasta þingi og frumvarpið er lítið breytt frá því frumvarpi,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, en nýtt frumvarp Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, að lögum um stjórn fiskveiða var afgreitt úr nefndinni í kvöld.

„Þannig að þetta mál hefur fengið ítarlega umfjöllun,“ segir hún. Gert sé ráð fyrir því að gerð verði úttekt á fjárhagslegum áhrifum frumvarpsins á sjávarútvegsfyrirtæki í tengslum við það og ennfremur samfélagsleg áhrif þess. Sú síðarnefnda muni einnig taka mið af áhrifum núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis í þeim efnum.

Aðspurð staðfestir Lilja að þrír fulltrúar Samfylkingarinnar hafi samþykkt frumvarpið með fyrirvörum. „Það voru settir fyrirvarar hjá þremur Samfylkingarþingmönnum sem þeir eiga eftir að gera grein fyrir og senda inn og hafa til þess frest. Ég var ekki með fyrirvara og ekki hinn fulltrúi VG.“

Frétt mbl.is: „Skrípaleikur frá upphafi til enda“

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert