Kallar eftir afstöðu Jóns Gnarr

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Jón Gnarr og félagar verða nú að svara því hvers vegna þeir styðja þetta athæfi formanns Bjartrar framtíðar sem með sama áframhaldi mun tryggja Íslandi svarta en ekki bjarta framtíð,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, á heimasíðu sinni í dag og beinir þar þeirri spurningu til Jóns Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, hvort hann sé sáttur við að Björt framtíð standi að því að koma í veg fyrir að frumvarp að nýrri stjórnarskrá nái fram að ganga fyrir kosningarnar í vor.

„Sem kunnugt er þá er borgarstjórinn í Reykjavík ásamt föngulegum hópi úr Besta flokknum s.s. Óttari Proppé og fleirum í framboði fyrir Guðmund Steingrímsson, formann Bjartrar framtíðar. Sá sami Guðmundur hefur róið að því öllum árum undanfarnar vikur að eyðileggja framgang stjórnarskrármálsins á Alþingi á forsendum þess að eftir kosningarnar 27. apríl náist breið samstaða á Alþingi um að klára málið þá,“ segir hann ennfremur.

Þór segir að um grafalvarlegt mál sé að ræða „þar sem Guðmundur og Björt framtíð og þá væntanlega með samþykki Jóns Gnarr og Besta flokksins eru að stöðva framgang stjórnarskrármálsins“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert