„Fá einhverja brauðmola af borði Árna Páls“

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Vantrauststillagan var felld í dag með stuðningi Bjartrar framtíðar sem er orðin að eins Orwellískum öfugmælasamtökum og hugsast getur. Þau hafa nú staðsett sig með þeim öflum, stjórnmálastéttinni, klíkuveldinu og valdastéttinni sem vill ekki nýja stjórnarskrá. Fá svo væntanlega einhverja brauðmola af borði Árna Páls að loknum kosningum ef þær fara illa.“

Þetta segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, á heimasíðu sinni í dag en vantrauststillaga hans á ríkisstjórnina var felld á Alþingi í dag með 32 atkvæðum gegn 29. Hann beinir síðan spjótum sínum að Besta flokknum og Jóni Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, og segist hafa búist við merkilegri stjórnmálum frá þeim.

„Umræðan í dag var að mestu ómálefnalegt raus og kosningatal sem skipti engu máli fyrir málið sjálft og það var athyglisvert hvað þingmenn forðuðust að tala um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Eini stjórnarþingmaðurinn sem var málefnalegur og talaði eingöngu um stjórnarskrána var Björn Valur Gíslason og fær hann hrós fyrir þó við höfum ekki verið sammála,“ segir hann ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert