Glötuð ár að baki - tækifærin bíða

Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

„Undir lok kjörtímabils vinstristjórnar blasir við dapurleg mynd. Við Íslendingar erum í verri stöðu en 2009 þegar Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon tóku við völdum undir merkjum norrænnar velferðar“ segir Óli Björn Kárason varaþingmaður Sjálfstæðisflokks í grein í Morgunblaðinu í dag. Á föstu verðlagi var landsframleiðsla á liðnu ári svipuð og 2009. Landsframleiðsla á mann var hins vegar minni, sem þýðir að það er minna til skiptanna en áður. Verst er að við erum byrjuð að éta útsæðið og gröfum þannig undan lífskjörum í framtíðinni.

Varaþingmaðurinn segir m.a. í grein sinni: „Lífsskoðun vinstrimanna byrgir þeim sýn og þeir skilja ekki nauðsyn þess að gera fjölskyldum kleift að verja heimilin – standa fjárhagslega sjálfstæð. Þeir skilja ekki samþættingu fjárhagslegrar stöðu heimilanna og velgengni atvinnulífsins. Samhengi milli hófsemdar í skattheimtu, öflugs atvinnulífs og aukins kaupmáttar almennings virðist þeim hulin ráðgáta.“

 Lokaorð Óla Björns: „Hið gleðilega við stöðu okkar Íslendinga er hvað framtíðin getur verið björt ef rétt er á málum haldið. Með endurskipulagningu í yfirstjórn ríkisins, markvissri framkvæmdaáætlun í samgöngum og nýtingu orkuauðlinda, lækkun skatta og jafnvægi í ríkisrekstri er hægt að leggja grunninn að nýrri sókn. Aðeins þannig munu fyrirheit um að tryggja fjárhagslegt öryggi heimilanna rætast.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka