Hafa ekki undan að útvega fjölskyldum íbúðir

Reykjanesbær veitir hælisleitendum húsaskjól.
Reykjanesbær veitir hælisleitendum húsaskjól. mbl.is/RAX

Nú hafa 75 útlendingar sótt um hæli hér á landi frá áramótum, þar af koma 40 frá Króatíu. Allt árið í fyrra voru umsóknirnar 117. Reykjanesbær hefur ekki undan að útvega fólkinu íbúðir.

Ljóst er að nú stefnir í metfjölda hælisumsókna þótt óvíst sé hver heildarfjöldinn verði. Á fyrstu þremur mánuðum ársins bárust að meðaltali ríflega 20 umsóknir á mánuði. Straumur hælisleitenda frá Króatíu virðist hafa stöðvast í bili.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag kemur meðal annars fram, að á þessu ári hafa ellefu Albanir sótt um hæli, fimm frá Rússlandi og þrír frá Afganistan og jafnmargir frá Georgíu og Alsír. Tveir eru frá Hvíta-Rússlandi og tveir frá Makedóníu. Þessar upplýsingar miðast við uppgefin ríkisföng hælisleitenda hjá Útlendingastofnun. Hælisleitendur eru alls af 14 þjóðernum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert