Hefur fengið afsökunarbeiðnir

Guðný Jóna Kristjánsdóttir
Guðný Jóna Kristjánsdóttir

Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur hefur síðasta sólarhringinn borist margar kveðjur frá fólki í kjölfar viðtals sem Kastljós birti, en Guðný sagði þar frá nauðgun sem hún varð fyrir 1999 og ofsóknum sem hún sætti í kjölfarið. Nokkrir hafa beðið hana afsökunar á framkomu sinni við hana.

Eftir að maðurinn sem nauðgaði Guðný var dæmdur í héraðsdómi fyrir verknaðinn fór af stað undirskriftasöfnun þar sem 113 Húsvíkingar lýstu yfir stuðningi við manninn, en þeir sem skrifuðu undir listann töldu dóminn vera rangan. Listinn var birtur opinberlega árið 2000 í bæjarblaði á Húsavík. Í Kastljósi kom fram að álíka herferð sé óþekkt á Íslandi. Hvorki fyrr né síðar hafi þolandi í kynferðisbrotamáli mætt viðlíka skipulagðri og opinberri fordæmingu og þarna.

„Takk fyrir þá hvatningu, og þann kærleik sem þið hafið sýnt mér síðastliðinn sólarhring,“ skrifaði Guðný á Facebook í dag. „Mér hafa borist ógrynni öll af skilaboðum frá fólki vítt og breitt af landinu. Fólki sem ég þekki meira, fólki sem ég þekki minna og fólki sem ég þekki ekki. Á meðal þessara skilaboða eru afsökunarbeiðnir frá aðilum af undirskriftarlistanum. Ég hef ekki lesið þau öll eða svarað en ég kem til með að gera það,“ skrifaði Guðný.

„Ef aðeins brotabrot af því skilar sér til annarra þolenda kynferðisofbeldis í kringum okkur náum við langt. Nú er það í höndum okkar allra að svo verði. Enn og aftur takk fyrir mig.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert