60 milljarðar úr makríl

Útflutningsverðmæti makrílafurða frá Íslandi undanfarin þrjú ár er samtals meira en 60 milljarðar króna. Þar er um að ræða frystan makríl til manneldis, mjöl og lýsi.

Árið 2011 fékkst mjög gott verð fyrir makrílafurðir á mörkuðum, bæði fyrir frystan makríl til manneldis og eins mjöl og lýsi. Það ár var slegið aflamet í makríl og mikil aukning varð á frystingu afurða til manneldis, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

„Ég vona að markaðirnir verði þokkalegir,“ sagði Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, þegar hann var spurður hvernig hann mæti horfurnar á þessu ári. Hann sagði þó erfitt að spá um það fyrr en eftir sjávarútvegssýninguna í Brussel sem haldin verður í næstu viku. Þar munu kaupendur og seljendur makrílafurða hittast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert