Framsóknarmenn fara yfir málin

Þingflokkur Framsóknarflokksins fundar nú um stjórnmyndunarviðræðurnar í Græna herberginu.
Þingflokkur Framsóknarflokksins fundar nú um stjórnmyndunarviðræðurnar í Græna herberginu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þingflokkur Framsóknarflokksins situr nú á fundi í hinu svokallaða græna herbergi í Alþingishúsinu. Fundurinn hófst um fimm leytið í dag.

„Þar mun ég fara yfir hvernig viðræðurnar hafa gengið fyrir sig og í framhaldinu heyra álit þingmanna á því hvort þeir telji sérstaklega mikilvægt að leggja áherslu á ákveðin mál,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í samtali við blaðamann mbl.is áður en fundurinn hófst. „Auðvitað hef ég bara stuðst við stefnu flokksins í þessum viðræðum en svo myndi maður vilja heyra í þingmönnunum um hvort þeir telji mikilvægt að huga að einhverju alveg sérstaklega,“ bætti Sigmundur Davíð við.

Að sögn Sigmundar hefur hann hvatt þingmenn flokksins til að koma fram með ábendingar á meðan á stjórnarmyndunarviðræðunum hefur staðið. „En núna ætla ég að fara yfir málin með þeim svona maður á mann á fundi,“ sagði Sigmundur Davíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert