Hanna Birna innanríkisráðherra

Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, verður innanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Eins og áður hefur komið fram verður Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, fjármála- og efnahagsráðherra.

Illugi Gunnarsson verður menntamálaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Ragnheiður Ríkharðsdóttir verður formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og sjálfstæðismenn munu tilnefna Einar K. Guðfinnsson sem forseta Alþingis.

Þingflokkur sjálfstæðismanna fundaði í kvöld í Valhöll og lauk fundinum rétt í þessu en hann hófst klukkan 20.00.

Frá Valhöll í kvöld.
Frá Valhöll í kvöld. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert