Verði farinn eftir tíu ár

Páll útilokar ekki að aftur verði gengið til kosninga um …
Páll útilokar ekki að aftur verði gengið til kosninga um framtíð Reykjavíkurflugvallar en segir mikilvægt að uppbygging eigi sér stað á svæðinu. mbl.is/ÞÖK

„Aðalskipulagið er náttúrlega unnið langt fram í tímann og reynir að vísa sem best leiðina en það er ekki þar með sagt að það sé búið að ganga frá öllum endum.“

Þetta segir Páll Hjaltason, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, um tillögu að nýju aðalskipulagi borgarinnar til 2030. Þar er haldið fast við þá stefnu að Reykjavíkurflugvöllur verði fluttur úr Vatnsmýrinni.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur meðal annars fram, að aðalskipulagið nýja markar tímamót þar sem gert er ráð fyrir að 90% nýrra íbúða rísi innan núverandi þéttbýlismarka og er sérstaklega litið til þriggja svæða: Miðborgarinnar og gömlu hafnarinnar, Elliðaárvogs og Vatnsmýrarinnar.

Þrátt fyrir að engin niðurstaða hafi fengist um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar til framtíðar er gert ráð fyrir að annarri af tveimur flugbrautum í notkun verði lokað árið 2016 og hinni 2024.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert