Ísland verður að styrkja reglur um jafnrétti

Af vef Evrópuvaktarinnar

Ísland verður að styrkja reglur um jafnrétti kynjanna til samræmis við gildandi tilskipun um jöfn tækifæri og jafna meðferð karla og kvenna á vinnumarkaði. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að stefna Íslandi fyrir EFTA dómstólinn vegna þessa atriðis. Stofnunin hefur verið iðin í dag því hún hefur einnig ákveðið að stefna Íslandi fyrir að skattleggja óinnleystan hagnað fyrirtækja sem renna saman þvert á landamæri og vegna ófullnægjandi innleiðingar tilskipunar sem breytir vissum reglum varðandi eiginfjárkröfur banka. 

Tilskipunin um jafnrétti á vinnumarkaði kveður á um jafnrétti karla og kvenna í tengslum við aðgang að störfum, starfskjör, þ.m.t. laun og almannatryggingar. Hún skilgreinir sömuleiðis nokkur hugtök sem þýðingu hafa við framkvæmd ofangreindra reglna. 

Tilskipuninni hefur verið hrint í framkvæmd á Íslandi á grundvelli laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Lögin endurspegla hins vegar ekki nægilega vel orðalag þeirra hugtaka sem tilskipunin hefur að geyma, þ.m.t. hvað telst bein mismunun og kynferðisleg áreitni. 

Íslensk stjórnvöld hafa ekki enn gert ráðstafanir til að bregðast við rökstuddu áliti ESA frá 20. júní 2012 og verður málið því lagt fyrir EFTA dómstólinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert