Evrópuráðherra Breta til Íslands

David Lidington, Evrópuráðherra Bretlands.
David Lidington, Evrópuráðherra Bretlands. Wikipedia/Janwikifoto

Ráðherra Evrópumála í bresku ríkisstjórninni, David Lidington, heimsækir Ísland dagana 19.-20. júní næstkomandi. Í heimsókninni mun ráðherrann ræða við íslenska ráðamenn og halda erindi á fundi í Háskóla Íslands um Bretland, Ísland og Evrópusambandið að því er segir á heimasíðu breska sendiráðsins.

„Það er ánægjulegt að vera fyrsti breski ráðherrann til þess að heimsækja Ísland í kjölfar þingkosninganna nýverið og fyrsti utanríkis- og samveldisráðherrann í mörg ár. Ég hlakka mjög til þess að ræða sameiginleg hagsmunamál ríkjanna tveggja og þar á meðal samband okkar við Evrópusambandið, endurnýjanlega orku og mikilvæg viðskiptatengsl,“ er haft eftir ráðherranum.

Lidington mun sem áður segir flytja erindi á fundi í Háskóla Íslands og fer fundurinn fram 20. júní. Yfirskrift hans verður í íslenskri þýðingu: „Bretland og Evrópusambandið - vegurinn framundan.“

Frétt breska sendiráðsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert