Ono hvetur Íslendinga til að veita Snowden hæli

Yoko Ono.
Yoko Ono. AFP

Listakonan og mannréttindafrömuðurinn Yoko Ono hvetur Íslendinga til að veita bandaríska uppljóstraranum Edward Snowden hæli.

„Ég elska og virði Ísland og fólkið sem þar býr. Ég vona að þið réttið þessum hugrakka manni hjálparhönd og veitið honum hæli,“ skrifar Ono á Facebook-síðu sína.

Snowden heldur til í Kína en hefur sagst geta hugsað sér að reyna að fá hæli hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert