Maríu Birtu dæmdar skaðabætur

María Birta Bjarnadóttir.
María Birta Bjarnadóttir. Sigurgeir Sigurðsson

Una Jóhannesdóttir hefur verið dæmd til að greiða Maríu Birtu Bjarnadóttur, verslunareiganda og athafnakonu, 250 þúsund krónur í skaðabætur fyrir brot á friðhelgi einkalífsins vegna auglýsingar sem birt var á stefnumótasíðunni einkamal.is, en fréttavefurinn Vísir greindi frá þessu í dag. Í auglýsingunni kom fram að kona með blá augu auglýsti kynlífsþjónustu og að hún elskaði perlufestar og gylltar sturtur. Símanúmer Maríu Birtu fylgdi með auglýsingunni. 

Margir áhugasamir um kynmök 

María fékk í kjölfarið mörg skilaboð frá einstaklingum sem voru að sögn hennar áhugasamir um kynmök. „Þetta voru skilaboð í gegnum símann frá mönnum sem vildu vita hvaða upphæð ég tæki fyrir kynlífsathafnir,“ sagði María Birta við aðalmeðferð málsins, en skilaboðin bárust henni í gegnum símtöl, sms-skilaboð og svör í gegnum einkamal.is

Atburðarás málsins var á þá vegu að stefnda, Una Jóhannesdóttir, var stödd á heimili sínu ásamt tveimur vinkonum sínum og bjó önnur þeirra einnig á heimilinu. Að sögn Unu ræddi hún við sambýliskonu sína um gerð auglýsingarinnar og var hún eftir það sett inn á vefinn. Við lögreglurannsókn kom í ljós að auglýsingin var sett inn í gegnum IP-tölu sem skráð var á Unu. Við aðalmeðferð málsins hélt lögmaður Unu því fram að röngum aðila hefði verið stefnt, önnur kona bæri ábyrgð á auglýsingunni. 

Vildi hálfa milljón í skaðabætur

María Birta Bjarnadóttir fór fram á 500.000 krónur í skaðabætur að viðbættum dráttarvöxtum ásamt því að Una Jóhannesdóttir greiddi málskostnað, en samkvæmt heimildum Vísis var Una dæmd til að greina helming þeirrar upphæðar, eða 250.000 krónur. Dómurinn hefur ekki verið birtur. 

Frétt mbl.is: „Mesta árás sem ég hef lent í“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert