Sinni vinnu sinni í rólegheitum

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. mbl.is/Golli

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill afnema stimpilgjöld þegar um er að ræða endurfjármögnun á lánum fólks. Stjórnvöld væru að skoða hvernig fólk gæti endurfjármagnað lán sín án þess að slík gjöld væru þar sérstök fyrirstaða.

Spurður út í ummæli fulltrúa í hagræðingarnefnd ríkisstjórnarinnar sem orðið hefðu tilefni umræðu í þjóðfélaginu, eins og varðandi Ríkisútvarpið og mögulegan niðurskurð á fjárveitingum til þess, benti Bjarni á að nefndin hefði ekkert framkvæmdavald.

Hins vegar tók hann undir það aðspurður að slík ummæli væru óheppileg og sagðist hann hafa beint því til nefndarinnar að sinna vinnu sinni í rólegheitum og skila henni síðan af sér til ráðherranefndar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert