Landbúnaður sparar og skapar

Haraldur sinnir útiverkum í Í stundarhléi frá stjórnmálunum.
Haraldur sinnir útiverkum í Í stundarhléi frá stjórnmálunum. mbl.is/Styrmir Kári

„Byggðin við Akrafjall hefur marga kosti til búskapar. Hér eru mildir vetur og gróður yfirleitt snemma til á vorin. Landið er frjósamt, og túnrækt yfirleitt auðveld,“ segir Haraldur Benediktsson, alþingismaður og bóndi á Vestri-Reyni undir Akrafjalli í Hvalfjarðarsveit, í Morgunblaðinu í dag.

Í tæpan áratug var Haraldur formaður Bændasamtaka Íslands og fram á þetta vor þegar stjórnmálin tóku við. Sjálfur hefur Haraldur sagt sem svo að í verunni séu störf bónda og stjórnmálamanns, hvar sem hann í flokki stendur, ekki svo ólík. Í báðum tilvikum sé viðfangsefnið að fylgjast með sprotum í jörð, hlúa að, byggja upp og rækta. Horfa til framtíðar.

Í stundarhléi frá stjórnmálunum var Haraldur í útiverkum þegar Morgunblaðið var á ferðinni á Vesturlandi. Bóndinn var í vatnsgallanum að spúla skítadreifarann sem stóð fyrir utan fjósið. Og kýrnar voru úti á túni. „Þetta er fínt; bæði að taka til hendinni og svo vakna oft góðar hugmyndir þegar maður er í svona ati. Margt fer um hugann,“ segir Haraldur sem býr á föðurleifð sinni. Raunar hefur ætt Haraldar setið í meira en öld á jörðinni og fyrir vikið segir Haraldur að tengsl sín við staðinn séu sterk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert