Lokun ekki í tillögum vinnuhópsins

Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hefur þurft að skera niður um 70 - …
Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hefur þurft að skera niður um 70 - 80 milljónir.

Heilbrigðisráðherra ætlar að funda með starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja (HSVE) í næstu viku.

Forstöðumaður stofnunarinnar tilkynnti á miðvikudag að skurðstofu stofnunarinnar yrði lokað 1. október í sparnaðarskyni.

„Ráðuneytið var með vinnuhóp um fjármál og starfsemi stofnunarinnar sem skilaði tillögum í ágúst. Þar var ekki gert ráð fyrir að loka skurðstofu eða fæðingardeild heldur hlífa þeim. Það var hins vegar tillaga forstöðumannsins að einfaldast væri að fara þessa leið sem hann var að tilkynna. Það ber að undirstrika að þetta er ákvörðun forstöðumannsins sem hefur það verkefni að reka stofnunina,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, meðal annars í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert