Skammarleg og hneykslanleg kynferðisbrot

Messa í kaþólsku kirkjunni.
Messa í kaþólsku kirkjunni. mbl.is/ÞÖK

Pétur Bürcher, biskup kaþólsku kirkjunnar, segir að hin hörmulega kynferðislega misnotkun á börnum af hendi kristinna manna, einkum þegar vígðir þjónar kirkjunnar eigi í hlut, sé afar skammarleg og fram úr hófi hneykslanleg.

Skýrsla fagráðs kaþólsku kirkjunnar, sem Pétur stofnaði í nóvember 2012 undir forsæti Eiríks Elísar Þorlákssonar, var lögð fyrir biskup í lok vikunnar, að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurbiskupi. 

Hlutverk fagráðsins var m.a. að veita biskupi kirkjunnar álit á því hvort kynferðisbrot eða önnur ofbeldisbrot hafi átt sér stað innan kirkjunnar.

Bréf send til þeirra sem leituðu til fagráðsins

„Fyrri rannsóknarnefndin birti skýrslu sína í september 2012. Báðar þessar skýrslur munu hjálpa biskupi og stjórn kaþólsku kirkjunnar við að grípa nú, og til framtíðar, til áþreifanlegra ráðstafana með tilliti til þolenda sem hafa gefið sig fram, einkum hvað snertir undirbúningsvinnu við forvarnir,“ segir í tilkynningunni.

Þá kemur jafnframt fram, að í dag hafi einnig verið sent bréf til þeirra aðila sem leituðu skriflega til Fagráðsins.

„Stjórn kaþólsku kirkjunnar á Íslandi mun nú grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana svo að hægt verði að taka á móti þeim aðilum sem þess óska og leiðbeina þeim. Af tillitssemi við viðkomandi einstaklinga verður þessi skýrsla ekki birt opinberlega og mun hún þjóna kaþólskum yfirvöldum sem vinnuskjal eins og ráðgert var. Endanleg yfirlýsing stjórnar Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi verður fullbúin í síðasta lagi fyrir 15. nóvember 2013 og verður send hlutaðeigandi sérstaklega.

Kaþólska kirkjan á Íslandi birtir einnig í dag skjal (sjá vefsíðuna www.catholica.is) þar sem lýst er áþreifanlegum ráðstöfunum sem gripið verður til svo að koma megi í veg fyrir kynferðislega misnotkun og ofbeldi í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni.

Biðjum og fyrirgefum

„Í nafni Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi beinist hugur minn að öllum þeim sem telja á sér brotið sem þolendum, sem og til fjölskyldna þeirra. Hin hörmulega kynferðislega misnotkun á börnum af hendi kristinna manna, einkum þegar vígðir þjónar kirkjunnar eiga í hlut, er afar skammarleg og fram úr hófi hneykslanleg. Á þeim sem ábyrgð bera hvílir sú brýna og lífsnauðsynlega skylda að biðjast fyrirgefningar. Að lokum ber í sama anda að leggja áherslu á þá viðleitni Kaþólsku kirkjunnar, sérstaklega síðustu árin á alþjóðlegum vettvangi, að skapa öruggt umhverfi, einkum handa börnum. Í anda samkirkjulegrar einingar er bráðnauðsynlegt að við störfum öll saman, biðjum, fyrirgefum og vonum að slíkar misgjörðir gerist ekki í framtíðinni,“ segir Pétur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sigmundur muni taka fylgi af Framsókn

13:02 Viðbúið er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson muni taka með sér eitthvað af fylgi Framsóknarflokksins eftir að hann sagði sig úr flokknum í gær. Hann á jafnframt mjög góða möguleika á því að komast á þing. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Meira »

Framsókn meira samstiga á eftir

12:17 „Það er bara rosalega góður hugur í fólki. Fólk bara þjappar sér saman þegar á móti blæs. Það er bara þannig eins og í íþróttum og öðru. Það eru bara eðlileg viðbrögð. Síðan líður bara öllum vel þegar útlit er fyrir að allir verði samstíga í framhaldinu.“ Meira »

Stormur við suðurströndina

11:49 Búast má við stormi með suðurströndinni í kvöld og einnig snarpar vindhviður við fjöll á Suðvesturlandi. Útlit fyrir talsverða eða mikla rigningu suðaustantil á landinu út vikuna. Meira »

Hjóluðu í hlíðum Hverfjalls

11:07 Landverðir í Mývatnssveit fóru á dögunum til þess að afmá för eftir reiðhjól úr hlíðum Hverfjalls. Rakað var yfir förin eftir reiðhjólin sem voru ekki umfangsmikil. Í hlíðum Hverfjalls er öll umferð bönnuð en eingöngu er leyfilegt að nota göngustíginn upp á fjallið. Meira »

Bjartsýnn á góða vertíð fyrir vestan

10:56 „Þetta hefur verið ágætiskropp á línu,“ segir Emil Freyr Emilsson, skipstjóri á línubátnum Guðbjarti SH sem er gerður út frá Rifi. „Það stóð til að við færum til veiða á Skagaströnd í haust en aflinn þar hefur ekkert verið sérstakur svo við höldum okkur við Breiðafjörðinn að sinni.“ Meira »

Þorsteinn fer úr Framsóknarflokknum

10:39 Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hefur sagt skilið við flokkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann hefur sent á fjölmiðla. Þorsteinn sat á Alþingi fyrir Framsókn á árunum 2013-2016 en gaf ekki áfram kost á sér í þingkosningunum sem fram fóru á síðasta ári. Meira »

Fái að veiða 57 þúsund rjúpur yfir 12 daga

10:26 Rjúpnastofninn þolir að veiddar verði 57 þúsund rjúpur á þessu veiðitímabili samkvæmt tillögum Náttúrufræðistofnunnar Íslands, sem mælir áfram með 12 daga veiðitímabili rjúpu. Voru niðurstöðurnar kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra í bréfi síðasta föstudag. Meira »

Formenn flokkanna hittast í dag

10:33 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur boðað formenn flokkanna á sinn fund klukkan 15.15 í dag.  Meira »

Óskar eftir gögnum um uppreist æru

10:24 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefur sent upplýsingabeiðni til dómsmálaráðuneytisins þar sem hún óskar eftir aðgangi að ýmsum gögnum er varða málsmeðferð uppreistar æru í víðum skilningi. Meira »

„Ég hef alltaf stutt Sigmund Davíð“

10:16 Formaður Framsóknarfélags Aðaldæla í Norður-Þingeyjarsýslu hyggst ganga úr Framsóknarflokknum í kjölfar ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns flokksins og fyrrverandi formanns hans, að segja skilið við flokkinn. Meira »

Ný flugnámsbraut hjá Icelandair

10:13 Icelandair hefur sett af stað flugnámsbraut í samstarfi við Flugakademíu Keilis, Flugskóla Íslands og erlenda flugskóla til þess að styðja áframhaldandi vöxt félagsins og tryggja félaginu hæft starfsfólk til framtíðar. Meira »

Stjórnin segir sig úr Framsókn

09:44 Fimm stjórnarmenn í Framsóknarfélagi Mosfellsbæjar hafa sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og segjast ekki eiga neina samleið með flokknum. Meira »

Skartgriparánið upplýst

09:35 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst rán sem hún hafði til rannsóknar. Fyrr í mánuðinum var lögreglan kölluð til á heimili í Reykjavík en þar hafði maður rænt skartgripum af eldri konu. Meira »

Akureyringar vilja í efstu sætin

07:37 Jóhannes G. Bjarnason, íþróttakennari og fv. bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, útilokar ekki að bjóða sig fram á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Meira »

Ragnar Stefán hættur í Framsókn

06:06 Ragnar Stefán Rögnvaldsson, formaður Ungra framsóknarmanna í Reykjavík, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum.  Meira »

Gríðarleg eftirsjá að Sigmundi

09:01 „Það er gríðarleg eftirsjá að Sigmundi Davíð fyrir Framsóknarflokkinn. En á sama tíma held ég að það sé í sjálfu sér gott fyrir Ísland að hann sé ekki hættur í stjórnmálum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Úrhelli spáð næstu daga

06:49 Suðaustanáttir og vætutíð í kortunum að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands og má reikna með úrhelli á suðaustanverðu landinu frá og með morgundeginum. Hiti verður þó með skárra móti og ekki að sjá að kólni neitt í bili. Meira »

Höfðar mál gegn Rúv

05:48 Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, hefur ákveðið að leita réttar síns vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins um málefni veitingastaðarins. Meira »
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Eldhúsborð og stólar
Glæsilegt eldhúsborð og 4 leðurstólar. Tilboð óskast. Upplýsingar saeberg1...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...