Stytting námstíma lögð fyrir ríkisstjórn

Illugi Gunnarsson.
Illugi Gunnarsson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, kynnti í vikunni í ríkisstjórninni minnisblað um styttingu námstíma til stúdentsprófs.

„Málið er þar statt að við höfum unnið það undanfarna mánuði í ráðuneytinu. Ég vil kalla fram einhverskonar hvítbók þar sem farið yrði yfir kosti og galla hugmyndarinnar,“ en Illugi hefur lagt til að skoðaðar verði leiðir til að stytta námstíma til stúdentsprófs úr 14 árum í að minnsta kosti 13.

Illugi segist aðallega horfa til styttingar framhaldsskólans. „Ég hef helst horft á framhaldsskólann, en er opinn fyrir umræðu um að stytta grunnskólann. Ég hef heyrt úr fjölmörgum áttum að menn telja að það gæti verið skynsamlegt að stytta grunnskólann um eitt ár.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert