Fjárfestingaáætlun verður endurskoðuð

mbl.is/Eggert

Allir útgjaldaliðir í fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar eru til endurskoðunar og kemur til greina að skera niður framlög til þeirra allra.

Samkvæmt áætluninni, sem nær til áranna 2013-2015, verða lagðar tæplega 1.500 milljónir króna til Kvikmyndasjóðs til viðbótar við fyrri framlög.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er til skoðunar að skera niður framlag ríkisins til sjóðsins um 40% á næsta ári sem þýddi að viðbótarframlag það ár félli niður. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í Morgunblaðinu í dag, að ríkið ekki eiga fyrir áætluninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert