Kynntust á balli á Hótel Borg

Hjón Theodór Jóhannesson og Ragna Jónsdóttir hittust fyrst á balli …
Hjón Theodór Jóhannesson og Ragna Jónsdóttir hittust fyrst á balli á Hótel Borg þegar Ragna var 17 ára. Í vor héldu þau upp á 70 ára brúðkaupsafmælið og í dag heldur Theodór upp á 100 ára afmælið sitt. mbl.is/Ómar Óskarsson

Theodór Jóhannesson er hundrað ára í dag og nýverið héldu hann og eiginkona hans, Ragna Jónsdóttir, upp á sjötíu ára brúðkaupsafmælið.

„Kollafjörðurinn er tilkomumikill að sjá í þessu hvassviðri. Ég hélt reyndar að veðurfræðingarnir hefðu spáð stinningskalda, ekki hvassviðri,“ segir Theodór Jóhannesson þegar hann lítur út um stofugluggann sinn á Lindargötunni. Hann segist þó muna verra veður en haustlægðina sem nú gengur yfir landið. „Frostaveturinn mikli 1918 var erfiður. Þá missti ég móður mína, aðeins fimm ára gamall, og var sendur með Gullfossi vestur á Ormsstaði á Fellsströnd í Dalasýslu við Breiðafjörð, þar sem ég var til 12 ára aldurs.“

Theodór er einn fárra Íslendinga sem muna frostaveturinn mikla en hann fæddist þennan dag árið 1913 og fagnar því 100 ára afmæli sínu. Við hlið hans er Ragna Jónsdóttir, eiginkona hans í 70 ár, en þau fögnuðu brúðkaupsafmæli sínu í maí á þessu ári.

„Við kynntumst á balli Sjálfstæðisflokksins á Hótel Borg þegar ég var 17 ára gömul og höfum verið saman allar götur síðan,“ segir Ragna, sem er 91 árs. Hjónin hafa öll sín fullorðinsár búið í Reykjavík og minnist Ragna þess að lífskjör hafi ekki alltaf verið jafngóð og þau eru í dag. „Það er til meira af öllu í dag og fólk hefur það betra en áður þegar það var úr minna að moða, en við vorum alltaf hamingjusöm.“

Í tilefni af afmælinu verður haldið matarboð með fjölskyldunni, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Theodór skellti sér því í verslun Guðsteins fyrir skemmstu og valdi sér Harris Tweed-jakka í tilefni dagsins frá eiginkonunni.

Theodór skellti sér því í verslun Guðsteins fyrir skemmstu og …
Theodór skellti sér því í verslun Guðsteins fyrir skemmstu og valdi sér Harris Tweed-jakka í tilefni dagsins frá eiginkonunni. mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert