Baltasar: Hrikalegt áfall

Leikstjórinn Baltasar Kormákur.
Leikstjórinn Baltasar Kormákur. mbl.is/Golli

„Hvað get ég sagt. Þetta er hrikalegt áfall fyrir kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi segir Baltasar Kormákur, leikstjóri 2 Guns, í viðtali við The Hollywood Reporter um boðaðan niðurskurð til kvikmyndagerðar á Íslandi samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Í greininni kemur fram að framlögin verði skorin niður um 40%, úr 1 milljarði króna í um 625 milljónir.

„Ég held að allir hafi átt von á því að eitthvað yrði skorið niður en ekki í líkingu við þetta.“

Í umfjöllun The Hollywood Reporter segir að Baltasar geri enn íslenskar kvikmyndir og stóli þá á stuðning kvikmyndasjóðs.

„Það er nánast ógerlegt að byggja upp framtíð fyrir íslenska kvikmyndagerð ef haldið verður áfram að skera niður,“ segir Baltasar ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert