Skurðstofa í Eyjum mönnuð fram í nóvember

Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja (HSVE).
Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja (HSVE).

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur, í samstarfi við bæjarstjórn Vestmannaeyja, skipað starfshóp sem á að fjalla um skipulag heilbrigðisþjónustu í Eyjum og gera tillögur um fyrirkomulag þjónustunnar.

Fram kemur á vef heilbrigðisráðuneytisins að hópurinn muni hafa hagkvæmni og öfluga grunnþjónustu í þágu bæjarbúa að leiðarljósi. Hópnum er ætlað að skila tillögum 15. nóvember næstkomandi, og hefur ráðherra falið forstjóra sjúkrahússins að tryggja mönnun skurðstofu þangað til.

Í hópnum sitja fyrir hönd ráðuneytisins  Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson sem leiðir störf hópsins og Steinunn Sigurðardóttir. Fyrir hönd bæjarins Hjörtur Kristjánsson og Trausti Hjaltason. 

Samhliða starfar einnig annar hópur sem á að fara yfir skipulag fæðingarþjónustu í Vestmannaeyjum. Þeim hóp er gert að ljúka sinni vinnu 1. nóvember nk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert