Hvað höfum við lært af bankahruninu?

Gylfi Zoëga,prófessor í hagfræði á málþingi í tilefni þess að …
Gylfi Zoëga,prófessor í hagfræði á málþingi í tilefni þess að fimm ár eru liðin frá hruni Ómar Óskarsson

„Alþjóðagjaldeyrissjóðsstefnan var vel smíðuð, vegna þess að þá gengu allir í takt,“ sagði Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, í erindi sínu á málþingi í dag að tilefni þess að fimm ár eru liðin frá bankahruni.

Erindi Gylfa bar yfirskriftina „Hvað höfum við lært?“ Vel var farið yfir sögu hagfræðinnar og sögu þeirra efnahagsbólna sem myndast hafa með reglulegu millibili í mörg hundruð ár.

Margar hverjar hafa endað með ósköpum og jafnvel má á gömlum heimildum sjá þess merki að viðbrögð fólks við efnahagskreppum voru keimlík þeim viðbrögðum sem við sýnum í dag. 

Smæð Íslands augljós veikleiki

Gylfi fór yfir helstu orsakir bankahrunsins að sínu mati, og nefndi þar lága seðlabankavexti seðlabanka Bandaríkjanna, lán til verðbréfakaupa með veð í bréfunum sjálfum og of mikil vaxtamunaviðskipti. Á Íslandi hefði myndast gjaldeyriskreppa til viðbótar við bankakreppu.

Flækjustig fjármálagerninga var óþarft og hættulegt, takmarka þarf vaxtarhraða banka. Einnig segir Gylfi okkur hafa haft ofurtrú á virkni markaða og ofurtrú á líkönum hagfræðinnar og þörf sé á öflugri þjóðhagslíkönum.

Passa verður einnig upp á þær hættur sem fylgja fljótandi gengi krónunnar eins og staða krónunnar er í dag. Smæð Íslands er augljós veikleiki vegna þess hversu mikil áhrif fáir aðilar geti haft á landið.

Áhugi eins aðila á að kaupa krónur getur leitt til þess að krónan hækki í verði, og lán almennings lækki og öfugt.  

Fleiri fréttir mbl.is frá málþinginu:

Hrunið eins og náttúruhamfarir

Íslendingar tóku gagnrýni sem árás

Víkingar, bankamenn og íslensk náttúra

Þingmennirnir fyrrverandi Ólína Þorvarðardóttir og Mörður Árnason voru meðal áheyrenda …
Þingmennirnir fyrrverandi Ólína Þorvarðardóttir og Mörður Árnason voru meðal áheyrenda á málþinginu. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert