Alvarlegt en „slapp fyrir horn“

Landspítalinn.
Landspítalinn. mbl.is/Eggert

„Þetta slapp fyrir horn en ástandið hefði geta orðið mjög erfitt ef við hefðum fengið inn alvarlega slasaða sjúklinga á þessum nokkrum klukkutímum á meðan bæði tækin voru biluð,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum.

Í gær kom sú alvarlega staða upp að bæði tölvusneiðmyndatæki spítalans voru biluð í nokkurn tíma. Tækið í Fossvogi hefur verið bilað undanfarna sex daga en að sögn Ólafs standa vonir til að það komist í lag í dag.

Síðustu daga hafa sjúklingar verið sendir til myndatöku á Hringbraut en í gær bilaði tækið þar einnig, og komst ekki í lag fyrr en um kvöldmatarleytið. Þriðja myndgreiningartækið, ísótópatækið, bilaði líka í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert