Koma þurfi böndum á fjármálakerfið

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í Strasbourg.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í Strasbourg. Ljósmynd/Samfylkingin

Mikilvægt er að jafnaðarmenn taki skýra afstöðu með hagsmunum almennings gagnvart fjármálakerfinu, beittu sér gegn siðlausum lánveitingum og fjármálalegum skattaskjólum og tryggðu að lánveitendur öxluðu byrðar af ábyrgðarlausum lánveitingum.

Þetta sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, meðal annars  þegar hann ávarpaði þingflokk jafnaðarmanna á Evrópuþinginu í Strassborg á sérstökum þingflokksfundi síðastliðinn þriðjudag þar sem hann fjallaði um stöðu aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu og um Evrópusamvinnuna frá sjónarhóli jafnaðarmanna að því er segir í tilkynningu. Ennfremur sagði hann nauðsynlegt að innistæðutryggingar virkuðu þvert á landamæri og að jafnaðarmenn yrði að vera í fararbroddi við að setja fjármálakerfinu nýjar leikreglur.

Fram kemur í tilkynningunni að Árni Páll hafi einnig fundað með Stefan Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, og Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóra þess, Þau hafi bæði lýst skilningi á grundvallarhagsmunum Íslands og Füle sagst sannfærður um að Evrópusambandið gæti mætt öllum grundvallarhagsmunum Íslands í aðildarviðræðum. Þá fundaði Árni Páll með leiðandi þingmönnum á Evrópuþinginu úr öllum flokkum sem sýnt hafa aðildarumsókn Íslands sérstakan áhuga segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert