Rjúpnaskyttur tóku forskot á sæluna

Rjúpnaskyttur á Austurlandi tóku forskot á sæluna um helgina.
Rjúpnaskyttur á Austurlandi tóku forskot á sæluna um helgina. Sverrir Vilhelmsson

Lögreglan á Egilsstöðum fékk ábendingar um að rjúpnaskyttur hefðu ákveðið að taka forskot á sæluna og hefja veiðar um helgina. Hafði skyttunum ekki tekist að ná sér í bráð þegar lögregla hafði uppi á þeim og því er ekki um lögbrot að ræða, að sögn lögreglu. Er þetta árlegur viðburður að sögn lögreglu, að skyttur fara á stjá áður en heimilt er að veiða.

Rjúpnaveiðitímabilið er tólf dagar í ár. Þetta eru fjögur þriggja daga tímabil, eða föstudaginn 25. október til og með 27. október, föstudaginn 1. nóvember til og með 3. nóvember, föstudaginn 8. nóvember til og með 10. nóvember og föstudaginn 15. nóvember til 17. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert