Ástandið ekki alvarlegra í 4 áratugi

sama tíma og ríkisstjórnin hefur skorið niður fé til tækjakaupa ...
sama tíma og ríkisstjórnin hefur skorið niður fé til tækjakaupa eru uppgerðir varahlutir keyptir í sparnaðarskyni á netinu í elstu tækin, sem eru orðin 17 ára. Morgunblaðið/Eggert

Ástandið á Landspítalanum hefur ekki verið jafn alvarlegt síðustu fjóra áratugi. Starfsfólk er langþreytt á viðvarandi niðurskurði og hefur miklar áhyggjur af þeirri slæmu aðstöðu sem sjúklingum og starfsmönnum er boðin. Þetta er mat 30 lækna úr prófessoraráði spítalans sem skrifa grein í Fréttablaðið í dag. Þeir segja alvarlega bresti komna í starfsemi lyflækningasviðs, stærsta sviðs Landspítala svo og í starfsemi annarra deilda, t.d. myndgreiningardeildar og hjartaskurðdeildar.

Læknarnir segja að sjúklingar, starfsfólk og almenningur hafi áhyggjur af þeirri takmörkuðu þjónustu sem hægt er að veita. „Ekki bætir úr skák að ekkert samhengi reyndist á milli kosningaloforða og efnda sem birtust í fjárlagafrumvarpinu.“

Þeir minna á að ýmsar lykileiningar spítalans séu nú reknar eftir neyðaráætlun. Ráðherrum og alþingismönnum, „sem við efumst ekki um að vilja láta gott af sér leiða“ getur vart staðið á sama um það. „Með aðstoð nema hefur langþreytt starfsfólk með auknu vinnuframlagi, haldið starfseminni gangandi,“ segir í greininni. Þessi staða hafi leitt af sér atgervisflótta og vítahring vaxandi manneklu sem ekki sér fyrir endann á.“

Læknarnir telja að enn sé hægt að sporna við landflótta lækna og annarra lykilstarfsmanna. Það standi þó tæpt og grípa þurfi strax til aðgerða sem verða að feli í sér fjárfestingu í mannauði, tækjum og aðstöðu á Landspítala.

 Landspítalinn hefur lengi þurft að forgangsraða í sinni starfsemi. Starfsfólk og sjúklingar á Landspítala kynnast því daglega, t.d. þegar sjúkrarými duga ekki til, skrifa læknarnir. „Þegar sjúkrarúmum hefur fækkað í sparnaðarskyni þarf að forgangsraða og ákveða hvaða sjúklingar þurfa mest á innlögn að halda.“

Varahlutir í gömul tæki keyptir á netinu

Svo illa er komið fyrir myndgreiningardeild spítalans að sögn læknanna að úrbætur þola enga bið. Mikilvægt tæki eru sum hver hreinlega ekki til hér á landi. Annar mikilvægur tækjabúnaður er úr sér genginn vegna mikils álags og er síbilandi, með tilheyrandi áhættu fyrir sjúklinga. „Á sama tíma og ríkisstjórnin hefur skorið niður fé til tækjakaupa eru uppgerðir varahlutir keyptir í sparnaðarskyni á netinu í elstu tækin, sem eru orðin 17 ára!“

Margra vikna bið eftir viðtali

 Læknarnir segja að á lyflækningadeild krabbameina sé ástandið mjög alvarlegt. Þar eru nú aðeins fjórir sérfræðingar að sinna störfum sem átta sinntu áður. Nýja lækna vantar strax til starfa því að óbreyttu er veruleg hætta á frekari flótta krabbameinslækna frá deildinni.

 Þá segja þeir að bið eftir fyrsta viðtali við krabbameinslækni, eftir að sjúklingur greinist með krabbamein, geti numið nokkrum vikum. „Finnst þér í lagi að læknirinn þinn hitti þig sjaldnar en æskilegt væri og þá skemur í senn en áður vegna mikils vinnuálags? Þetta er sú staða sem krabbameinssjúklingar á Íslandi þurfa nú að búa við.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Þá fallast manni hendur“

11:50 „Stjórnmálin hafa um margra ára skeið skort tiltrú meðal almennings. Við stjórnmálamenn verðum að líta í eigin barm og gera allt sem í okkar valdi stendur til að endurheimta það traust sem verður að ríkja til að lýðræðið þrífist. Hér er ég ekki að tala um stuðning við tiltekna stefnu, heldur almennt traust á að þrátt fyrir ólíkar skoðanir sé unnið heiðarlega.“ Meira »

Undir trénu Óskarsframlag Íslands

11:34 Kvikmyndin Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2018. Meira »

Vængur rakst í skrokk vélarinnar

11:18 Tildrög flugslyss sem varð þegar tvær litlar flugvélar rákust saman í háloftunum vestan við Langjökul 5. september eru nú til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Vængur á annarri flugvélinni fór í skrokkinn á hinni flugvélinni,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði RNSA, í samtali við mbl.is. Meira »

Margrét ráðin til Geðhjálpar

11:10 Margrét Marteinsdóttir hefur verið ráðin sem kynninga– og viðburðarstjóri hjá landssamtökunum Geðhjálp.  Meira »

Skúrinn of hár fyrir brúna

10:48 Vinnuskúr féll af palli gámabíls á Viðarhöfða í morgun þegar bíllinn var á leið undir brú við Vesturlandsveg.  Meira »

Flokkurinn hefur aldrei óttast kjósendur

10:47 „Viðbrögð samstarfsflokka okkar við meintum trúnaðarbresti, sem var að vísu enginn í huga annars flokksformannsins og tók nokkra daga að verða til í huga hins, voru fráleit og ábyrgðarlaus gagnvart fólkinu í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til flokksmanna sinna. Meira »

Fækkun á leikskólum

09:38 Alls voru 19.090 börn í leikskóla á Íslandi um síðustu áramót og hafði fækkað um 272 (-1,4%) frá fyrra ári. Sú fækkun stafar af fámennari árgöngum, því hlutfall barna sem sækir leikskóla hefur hækkað lítillega. Meira »

Verður ekki afgreitt fyrir kosningar

10:09 „Vegna andstöðu samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn og þingmanna VG fékkst málið ekki afgreitt í vor. Ég lagði því málið fram að nýju nú í september en úr þessu fæst það ekki afgreitt fyrir kosningar.“ Meira »

Lægstu launin duga ekki til framfærslu

09:33 „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VR. Meira »

„Best að horfast í augu við þetta“

08:18 „Sumir halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu. Hún greindist með geðklofa árið 2008 þegar hún var 28 ára. Meira »

Borgar flugnám með blaðburðarlaunum

07:57 Bjarki Þór Sigurðarson er ungur maður stórra drauma sem er nýbyrjaður í flugnámi. Það kostar skildinginn sinn en blaðburðurinn hefur bjargað málum. Bjarki og Ragna Kristbjörg Rúnarsdóttir móðir hans hafa frá 2014 saman borið Morgunblaðið í hús við Bolla-, Leiru- og Skeljatanga í Mosfellsbæ og safnast þegar saman kemur. Meira »

Aðdragandi slita kosningamál

07:37 Stjórnmálaflokkar eru nú flestir komnir á fullt við að undirbúa komandi alþingiskosningar, nú þegar rétt um 5 vikur eru í settan kjördag. Morgunblaðið setti sig í samband við talsmenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi og spurði: Hver verða stóru kosningamálin? Meira »

Prestur sakaður um kynferðisbrot

07:30 Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hefur sent þrjú aðskilin mál á síðustu dögum til úrskurðarnefndar kirkjunnar þar sem meintur gerandi í kynferðisbrotamálunum er einn og sami sóknarpresturinn. Meira »

Sjúkdómahættan fer vaxandi

05:30 Ef þátttaka í bólusetningum er ekki betri en skráningar benda til getum við lent í vanda og sjúkdómahættan fer vaxandi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Segir réttindi í algeru uppnámi

05:30 Fyrir liggur eftir stjórnarslitin að ekki verður leyst með lagasetningu á næstunni úr djúpstæðum ágreiningi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins við Fjármálaeftirlitið um hvort flytja má tilgreinda séreign sjóðfélaga lífeyrissjóða frá þeim sjóði sem tekur við iðgjaldi til skyldutryggingar. Meira »

Mjög vætusamt um helgina

06:38 Rysjótt en milt veður næstu daga og mjög vætusamt um helgina, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.  Meira »

Hvatt til skimunar og árangur góður

05:30 Allt að 95% þeirra 600 sem hófu meðferð gegn lifrarbólgu C á sl. ára hafi læknast. Opinbert átak gegn þessum sjúkdómi hófst í fyrra og talið er að nú þegar hafi náðst til allt að 80% þeirra sem smitast hafa. Meira »

Víðtækt samkomulag um lífeyrismál

05:30 Náðst hefur samkomulag ASÍ, ríkisins og Reykjavíkurborgar sem tryggir að þúsundir félagsmanna ASÍ sem starfa hjá ríki og borg verði jafnsettir öðrum opinberum starfsmönnum hvað lífeyrisréttindin varðar. Meira »
Honda tanktaska
Góð original Honda tanktaska sem passar á flestar tegundir hjóla af Hondu. Seg...
Nissan Navara með nýrri vél
Nissan Navara 2008, sjálfskiptur. Dísel. Keyrður 161.000. Búið að skipta um vé...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
 
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...