Jón í sjónvarpsefni um pólitíkina?

Jón Gnarr, fráfarandi borgarstjóri Reykjavíkur, segir það vel koma til greina að nýta reynslu sína úr stjórnmálum til þess að skapa sjónvarpsefni í anda Borgen og House of Cards til þess að efla lýðræðisvitund fólks. Hann segir að fyrir sig sé kominn tími á að breyta til en að erfitt sé að spá um hvaða áhrif það muni hafa að fella Besta Flokkinn inn í Bjarta Framtíð.

Mbl.is ræddi við Jón Gnarr að loknum Tvíhöfðaþættinum margumtalaða í morgun þar sem hann tilkynnti að hann myndi ekki bjóða sig fram í sveitastjórnarkosningum í vor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert