Sigurður lýsir sig saklausan

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Rósa Braga

Skýrslutökum yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrum forstjóra Kaupþings, í Al-Thani málinu er nú lokið. Yfirheyrslur halda áfram og situr Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþing, fyrir svörum.

Sigurður gerði í upphafi grein fyrir hlutverki sínu í sölu á ríflega 5% hlut í í bankanum til félags í eigu fjárfestisins Al-Thanis. Markmiðið á þessum tíma, þegar Sigurður var stjórnarformaður bankans, var að ná sterkum fjárfestum til bankans og fór nokkur tími í því hjá Sigurði. Ræddi hann meðal annars við fjárfesta frá Katar, þar á meðal Al Thani.

Sigurður sagði nú eftir hádegi að aðkomu hans að málinu hefði lokið þegar hann samþykkti lánið til félags Al-Thani. Sagði hann einnig að hann teldi að Kaupþing hefði verið í mun betri fjárlegri stöðu eftir sölu hlutarins.

Lýsti Sigurður sig saklausan af öllum ákærum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert