Engir peningar fóru út úr bankanum

Frá upphafi réttarhaldanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Frá upphafi réttarhaldanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. mbl.is/Rósa Braga

Engir peningar fóru út úr Kaupþingi þegar Al-Thani keypti hlut í bankanum í september 2008. Þetta sagði Guðný Arna Sveinsdóttir fjármálastjóri Kaupþings samstæðunnar, í vitnaleiðslum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Guðný Arna sagði engan vafa leika á að þessi kaup Al Thani hefðu bætt eiginfjárstöðu bankans og dregið úr áhættu hans. Hún sagðist hafa fagnað þessum viðskiptum á sínum tíma. Engu breytti þó að bankinn hefði sjálfur fjármagnað kaupin.

Þetta mat hennar á viðskiptunum er í samræmi við það sem mörg önnur vitni hafa sagt í réttarhaldinu, m.a. Helgi Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána Kaupþings. Viðskiptin hafi verið bankanum hagstæð og bætt stöðu hans.

Í réttarhaldinu í dag var skýrsla tekin af Steingrími Kárasyni, framkvæmdastjóra áhættustýringar Kaupþings. Hann sat lánanefndarfundi og sagði að hlutverk sitt þar hefði verið að koma með gagnrýnar spurningar og gæta að áhættu lána. Hann sagði að á fundinum þar sem lán til félaga Al-Thani voru afgreidd hefði ekki verið fjallað um lán til Gerlands, félags Ólafs Ólafssonar. Hann sagðist því ekki hafa vitað um að Ólafur kæmi að viðskiptunum með beinum hætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert