Eigandinn laus úr haldi

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Enginn situr nú í gæsluvarðahaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meintu vændi á skemmtistaðnum Strawberries í Reykjavík, en síðastliðinn föstudag var eigandanum sleppt úr haldi. Að sögn lögreglu stendur rannsókn málsins enn yfir.

Alls voru sex handteknir í aðgerðum lögreglu í síðasta mánuði og voru þeir allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Um miðja síðustu viku var búið að sleppa þeim öllum úr haldi nema eigandanum, en hann varð frjáls ferða sinn á föstudag sem fyrr segir. 

Rannsókn lögreglu snýst um ætlaða sölu og milligöngu vændis á staðnum.

Lögregla handtók fimm manns á staðnum í síðasta mánuði og lokaði honum í kjölfarið. Nokkrum dögum síðar var einn til viðbótar handtekinn í þágu rannsóknarinnar.  

Eigandi Strawberries einn í haldi 

Gert að segja sig frá vændismáli

Fimm í gæsluvarðhald

Handteknir grunaðir um vændiskaup

Konur, kampavín og kynlíf eiga betra skilið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert