Nauðungarsölum fækkar á milli ára

Alls voru 445 fasteignir seldar lokasölu á nauðungaruppboði hjá sýslumanninum í Reykjavík á árinu 2013. Á árinu 2012 voru 505 fasteignir seldar nauðungarsölu og fækkar þeim því á milli ára.

Nauðungarsölurnar í ár eru þó fleiri en á árinu 2011, en þá voru þær 384. Í desember á þessu ári voru níu fasteignir seldar nauðungarsölu og er það umtalsverð fækkun á milli ára, en alls voru 80 fasteignir seldar nauðungarsölu í desembermánuði árið 2012, og var það mesti fjöldinn í einum mánuði á árinu öllu.

Samkvæmt upplýsingum frá embætti sýslumannsins í Reykjavík liggur ekki fyrir hvað fækkuninni veldur, en þó er ávallt reynt að stýra nauðungarsölunum þannig að þær séu fremur í öðrum mánuðum ársins en í desember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert