Hengdi sig næstum í gardínusnúru

Perlusnúrur á gardínum geta reynst hættulegar slysagildrur.
Perlusnúrur á gardínum geta reynst hættulegar slysagildrur. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Litlu munaði að illa færi þegar þriggja ára gamall drengur festist í gardínusnúru sem þrengdi að hálsi hans í gær. Móðir hans segist hafa margvarað börnin við þessari slysagildru heima hjá þeim, en óhappið varð í sumarbústað þar sem fjölskyldan varði áramótunum.

Drengurinn hékk í um 10-15 sekúndur í gardínunni áður en hann var losaður, en mörgum klukkustundum síðar var enn rautt far á hálsi hans, þar sem hún skarst inn í húðina. Honum varð þó ekki meint af og segir móðir hans, Katrín Rósa Eðvaldsdóttir, að líklega hafi henni verið meira brugðið.

„Stóri bróðir hans sagði svolítið seinna: „Núna vitum við hvað mamma er hrædd um okkur,“ af því að ég fór að hágráta. Honum fannst það svolítið merkilegt,“ segir Katrín.

Aukin slysatíðni hjá yngsta aldurshópnum

Flest slys á börnum verða í heimahúsum eða frístundum. Mest er hættan hjá börnum yngri en 5 ára, og hefur slysum fjölgað í þessum aldurshópi úr 67 á hver 1000 börn árið 2003 í 83 árið 2012.

Hægt er að fá ýmsan öryggisbúnað til að gera daglegt umhverfi barnvænna. T.d. er hægt að fá snúrustytti fyrir gardínubönd, til að hindra að börn vefji snúrunum utan um hálsinn. 

Katrín Rósa og fjölskylda voru hinsvegar stödd í ókunnugum sumarbústað um jólin þar sem slíku var ekki að heilsa.

„Ég var að vinna á leikskóla í fimm ár og þetta er eitt af því sem maður var alltaf að segja krökkunum. Einhverra hluta vegna spáðum við ekki í þetta í sumarbústaðnum eins og við gerum heima, en þarna var glugginn í þeirri hæð að krakkarnir voru alltaf uppi í gluggakistunni,“ segir Katrín.

Sakleysislegir hlutir verða slysagildrur

Þegar óhappið varð, á nýársdag, var fjölskyldan í óða önn að ganga frá og bera farangur út í bíl. „Við reyndum að hafa ofan af fyrir börnunum á meðan við kæmum okkur út, en vorum ekkert að sitja yfir þeim,“ segir Katrín.

Sonur hennar var uppi í gluggakistu og setti perlubandið, sem hékk niður úr rúllugardínu, um hálsinn. Svo gleymdi hann sér og ætlaði að stíga niður úr kistunni í sófann en þá herti bandið að hálsinum.

Sem betur fór var Katrín í stofunni þegar þetta gerðist og gat því brugðist skjótt við, en hún segir þetta þó áminningu um hve sakleysislegir hlutir í umhverfinu geti breyst hratt í slysagildrur.

„Maður slær engu upp í kæruleysi þó maður sé í sumarbústað. Það er alltaf heiti potturinn sem þarf að passa rosalega vel, og við pössuðum að allir væru með öryggisgleraugu út af sprengjunum á gamlárskvöld. En svo eru það þessir litlu hlutir sem maður þarf að muna að fylgjast með þegar maður kemur á nýjan stað.“

Þessi mynd sem tekin var eftir að fjölskyldan kom heim ...
Þessi mynd sem tekin var eftir að fjölskyldan kom heim sýnir farið eftir gardínusnúruna á hálsi drengsins, nokkrum klukkutímum eftir óhappið. Ljósmynd/Úr einkasafni
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Greiða Guðmundi tvær og hálfa milljón

18:34 „Málinu er lokið með því að við greiðum 2,5 milljónir í málskostnað og miskabætur,“ segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins í samtali við mbl.is. RÚV mun greiða Guðmundi Spartakusi tvær og hálfa milljón vegna ummæla í sjö fréttum í miðlum RÚV í fyrra. Meira »

Gæsluvarðhald vegna gruns um peningaþvætti

18:21 Hæstiréttur staðfesti í dag að nígerískur karlmaður skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um peningaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 19. október. Meira »

Röst tók niðri við Landeyjahöfn

17:24 Farþegaferjan Röst, sem leysir Herjólf af í siglingum milli lands og Eyja, tók niðri í útsiglingu frá Landeyjahöfn um miðjan daginn í dag. Kafari var kallaður til að meta hvort eitthvert tjón hefði orðið. Meira »

Orbis et Globus vígt í Grímsey

16:51 Listaverkið „Orbis et Globus“ – Hringur og kúla – var vígt í Grímsey í dag. Það var byggt eftir vinningstillögu Kristins E. Hrafnssonar og Studio Granda í samkeppni sem haldin var um nýtt kennileiti fyrir heimskautsbauginn. Verkið er nyrst á eynni. Listaverkið er kúla, þrír metrar í þvermál. Meira »

Handtóku skipstjóra á Vestfjörðum

16:24 Skipstjóri fiskibáts á Vestfjörðum var handtekinn aðfaranótt síðastliðins mánudags vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Þrír voru í áhöfn bátsins þegar hann kom til löndunar í höfn á norðanverðum Vestfjörðum og reyndist lögskráningu ábótavant, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Meira »

Lést í kjölfar árásar

16:09 Konan sem lést í kjölfar líkamsárásar í vesturbæ Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld hét Sanita Brauna, 44 ára, frá Lettlandi. Meira »

„Ung var ég gefin Njáli“

15:46 „Þetta er ungur maður og leiðtogi sem við litum mjög upp til og okkur þótti gaman að því að fylgja. Hann var staðfastur í trú sinni og við fylgdum honum. Við erum mjög stolt af þeim verkum sem við unnum og stolt af staðfestu hans.“ Meira »

Krufningu lokið og stutt í niðurstöður

16:04 Krufningu á líki konunnar sem lést eftir líkamsrárás í Hagamel á fimmtudagskvöldið er lokið. Niðurstöðu er að vænta fyrir vikulok að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns. Meira »

Sigurður Ingi ekki á fundi formanna

15:45 Formenn allra flokka sem eiga sæti á þingi funda nú með forseta Alþingis í þeirri von um að ná samkomulagi um með hvað hætti verður hægt að ljúka þingstörfum. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, situr fundinn í fjarveru Sigurður Inga Jóhannssonar, formanns flokksins. Meira »

Rannsaka meint kynferðisbrot

15:27 Lögreglunni á Vestfjörðum barst kæra er varðar meint kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað í heimahúsi þar sem gleðskapur fór fram um helgina. Einn var handtekinn. Honum var sleppt lausum enda ekki talin ástæða til að halda honum lengur í þágu rannsóknarhagsmuna en málið er til rannsóknar. Meira »

Ákall um að Katrín verði ráðherra

15:15 Mikið fylgi Vinstri grænna í nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna gæti að einhverju leyti skýrst af ákalli um að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, verði forsætisráðherra. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Meira »

Gefur ekki upp fjölda úrsagna

15:00 Framsóknarflokkurinn hyggst ekki gefa upp hversu margir hafa sagt sig úr flokknum í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins, tilkynnti úrsögn úr honum í gær. Þetta segir Einar Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Loftrýmisgæslu NATO lokið að sinni

14:46 Loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland þetta árið lauk síðastliðinn föstudag þegar flugsveit bandaríska flughersins sneri aftur til síns heima. Alls tóku rúmlega 200 liðsmenn í verkefninu, auk starfsfólks frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Meira »

Trefjar selja nýjan bát til Hvalseyjar

14:27 Bátasmiðjan Trefjar hefur selt nýjan bát til útgerðar á Hvalsey. Þetta segir Högni Bergþórsson, tæknilegur framkvæmdastjóri og markaðsstjóri Trefja, en Hvalsey er sjötta stærsta eyja Hjaltlandseyja. Meira »

Fleiri úrsagnir úr Framsókn

13:50 Formaður Framsóknarfélags Akureyrar og nágrennis, Regína Helgadóttir, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum í kjölfar ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns flokksins, að gera það sama í gær. Meira »

„Sterkust þegar við stöndum saman“

14:28 Formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, segir að atburðarás síðustu daga hafi valdið umróti innan flokksins sem leitt hafi til þess að gott fólk hafi kosið að yfirgefa hann. Vísar hann til ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að segja skilið við Framsóknarflokkinn. Meira »

RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur

14:02 Ríkisútvarpið og Guðmundur Spartakus Ómarsson hafa komist að samkomulag um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og þrjá nú­ver­andi og fyrr­ver­andi frétta­menn RÚV og út­varps­stjóra. Meira »

Sigmundur muni taka fylgi af Framsókn

13:02 Viðbúið er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson muni taka með sér eitthvað af fylgi Framsóknarflokksins eftir að hann sagði sig úr flokknum í gær. Hann á jafnframt mjög góða möguleika á því að komast á þing. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Meira »
Skrifborðsnuddari Verð 14.900 Olíu og vatnsheldur
Skrifborðsnuddari Verð 14.900 Olíu og vatnsheldur Ferðataska fylgir beige og...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
BÓKBAND
Bókasafnarar athugið. Eggert Ísólfsson bókbandsmeistari tekur að sér allar gerð...
 
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...