Hengdi sig næstum í gardínusnúru

Perlusnúrur á gardínum geta reynst hættulegar slysagildrur.
Perlusnúrur á gardínum geta reynst hættulegar slysagildrur. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Litlu munaði að illa færi þegar þriggja ára gamall drengur festist í gardínusnúru sem þrengdi að hálsi hans í gær. Móðir hans segist hafa margvarað börnin við þessari slysagildru heima hjá þeim, en óhappið varð í sumarbústað þar sem fjölskyldan varði áramótunum.

Drengurinn hékk í um 10-15 sekúndur í gardínunni áður en hann var losaður, en mörgum klukkustundum síðar var enn rautt far á hálsi hans, þar sem hún skarst inn í húðina. Honum varð þó ekki meint af og segir móðir hans, Katrín Rósa Eðvaldsdóttir, að líklega hafi henni verið meira brugðið.

„Stóri bróðir hans sagði svolítið seinna: „Núna vitum við hvað mamma er hrædd um okkur,“ af því að ég fór að hágráta. Honum fannst það svolítið merkilegt,“ segir Katrín.

Aukin slysatíðni hjá yngsta aldurshópnum

Flest slys á börnum verða í heimahúsum eða frístundum. Mest er hættan hjá börnum yngri en 5 ára, og hefur slysum fjölgað í þessum aldurshópi úr 67 á hver 1000 börn árið 2003 í 83 árið 2012.

Hægt er að fá ýmsan öryggisbúnað til að gera daglegt umhverfi barnvænna. T.d. er hægt að fá snúrustytti fyrir gardínubönd, til að hindra að börn vefji snúrunum utan um hálsinn. 

Katrín Rósa og fjölskylda voru hinsvegar stödd í ókunnugum sumarbústað um jólin þar sem slíku var ekki að heilsa.

„Ég var að vinna á leikskóla í fimm ár og þetta er eitt af því sem maður var alltaf að segja krökkunum. Einhverra hluta vegna spáðum við ekki í þetta í sumarbústaðnum eins og við gerum heima, en þarna var glugginn í þeirri hæð að krakkarnir voru alltaf uppi í gluggakistunni,“ segir Katrín.

Sakleysislegir hlutir verða slysagildrur

Þegar óhappið varð, á nýársdag, var fjölskyldan í óða önn að ganga frá og bera farangur út í bíl. „Við reyndum að hafa ofan af fyrir börnunum á meðan við kæmum okkur út, en vorum ekkert að sitja yfir þeim,“ segir Katrín.

Sonur hennar var uppi í gluggakistu og setti perlubandið, sem hékk niður úr rúllugardínu, um hálsinn. Svo gleymdi hann sér og ætlaði að stíga niður úr kistunni í sófann en þá herti bandið að hálsinum.

Sem betur fór var Katrín í stofunni þegar þetta gerðist og gat því brugðist skjótt við, en hún segir þetta þó áminningu um hve sakleysislegir hlutir í umhverfinu geti breyst hratt í slysagildrur.

„Maður slær engu upp í kæruleysi þó maður sé í sumarbústað. Það er alltaf heiti potturinn sem þarf að passa rosalega vel, og við pössuðum að allir væru með öryggisgleraugu út af sprengjunum á gamlárskvöld. En svo eru það þessir litlu hlutir sem maður þarf að muna að fylgjast með þegar maður kemur á nýjan stað.“

Þessi mynd sem tekin var eftir að fjölskyldan kom heim ...
Þessi mynd sem tekin var eftir að fjölskyldan kom heim sýnir farið eftir gardínusnúruna á hálsi drengsins, nokkrum klukkutímum eftir óhappið. Ljósmynd/Úr einkasafni
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tekjur tónlistarfólks rannsakaðar

11:10 „Það eru til litlar tölur um það hvernig íslenska tónlistarhagkerfið virkar,“ segir Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útón, um könnun sem skrifstofan stendur fyrir á efnahagslegu umhverfi tónlistarmanna. Upplýsingarnar geta skapað forsendur fyrir aukinni fjárfestingu innan tónlistargeirans. Meira »

Engar mjólkurvörur til Húsavíkur

11:05 „Ég veit ekkert hvað við fáum í dag. Mjólkin átti að koma í dag en það er spurning hvort Víkurskarð opnast,“ segir Helga Soffía Bjarnadóttir, starfsmaður Krambúðarinnar á Húsavík. Meira »

Óvissustigi aflýst á Vestfjörðum

10:59 Óvissustigi vegna snjóflóða hefur verið aflýst á norðanverðum Vestfjörðum. Úrkomulaust hefur verið frá því í snemma í morgun og spáð er ágætis veðri yfir helgina. Meira »

„Ekki grunur um nýtt efni“

10:54 „Það er ekki grunur um nýtt efni sem er ekki þekkt,“ segir Grímur Grímsson, yf­ir­lög­regluþjónn, spurður hvort grunur leiki á að mennirnir tveir sem réðust á fimm ára barn í aft­ur­sæti bif­reiðar við gatna­mót Lauga­vegar og Snorra­braut­ar í vikunni hafi verið undir áhrifum nýrra eiturlyfja. Meira »

Byrlað nauðgunarlyf á landsfundi

10:11 Konu í stjórnmálum var byrlað nauðgunarlyf á landsfundi stjórnmálaflokks. Þetta er meðal þeirra 136 reynslusagna kvenna af kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum sem hefur verið deilt í lokaða facebookhópnum Í skugga valdsins undanfarna sex daga. Meira »

Innan við 100 metra skyggni

09:49 Á Austurlandi nær vindur hámarki um miðjan dag með 20 til 28 metrum á sekúndu og verður skyggni víðast minna en 100 metrar.   Meira »

Dregur úr snjóflóðahættu á Vestfjörðum

09:25 Veðrið er að mestu gengið niður á Vestfjörðum og reiknað er með því að óvissustig vegna snjóflóðahættu fari þar af fljótlega. Meira »

Nóg að gera hjá björgunarsveitum í nótt

09:34 Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í nótt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Fyrsta útkallið kom um fjögurleytið í nótt og var það vegna bifreiðar sem hafði bilað fyrir utan Húsavík. Þá sat bíll frá Vegagerðinni fastur á Lyngdalsheiðinni nú í morgun. Meira »

Sagðist bara þurfa að fá að ríða henni

08:58 Grófar nauðgunarhótanir, ummæli á borð við að stjórnmálamaður þurfi „bara að fá að ríða“ viðkomandi stjórnmálakonu og óviðeigandi snertingar eru meðal þeirra frásagna sem stjórmálakonur deildu sín á milli í lokuðum hópi á Facebook. Meira »

Skólahald fellt niður á Akureyri

08:52 Ákveðið hefur verið að fella niður allt skólahald í leik- og grunnskólum á Akureyri vegna veðurs. Skólahald hefur einnig verið fellt niður í Verkmenntaskóla Akureyrar og Menntaskólanum á Akureyri. Meira »

Krefjast þess að karlar taki ábyrgð

08:31 Á fimmta hundrað stjórnmálakonur hafa sent frá sér sameiginlega áskorun þar sem þess er krafist að karlar taki ábyrgð og að stjórnmálaflokkar taki af festu á stöðu mála varðandi kynferðisofbeldi og áreitni í íslenskum stjórnmálum. Meira »

Endurhæfing sjúkra er fundið fé

08:18 Aðeins er hægt að sinna rúmlega helmingi beiðna sem berast frá læknum víðs vegar að af landinu um endurhæfingu skjólstæðinga þeirra á Reykjalundi, að sögn forstjórans þar, Birgis Gunnarssonar. Meira »

Rafmagn komst aftur á um eittleytið

08:16 Rafmagn á Austurlandi var alls staðar komið á aftur um klukkan eitt í nótt en það byrjaði að fara af um einum og hálfum tíma fyrr. Meira »

Gullaldarliðs Akurnesinga verði minnst

07:57 Bæjarráð Akranes hefur falið menningar- og safnanefnd bæjarins til úrvinnslu hugmyndir Gunnars Sigurðssonar um það hvernig bærinn geti minnst frumkvöðla íþróttalífsins á Akranesi. Meira »

Símalaus sunnudagur Barnaheilla

07:37 „Með símalausum sunnudegi erum við að vekja athygli á því hversu stór hluti símarnir eru orðnir af lífi okkar. Við eyðum oft dýrmætum tíma fjölskyldunnar með símann á lofti.“ Meira »

Stórhríð í Hvalfirði

08:01 Stórhríð er í sunnanverðum Hvalfirði og þæfingsfærð að því er fram kemur á vef Vegagerðarinar. Á Vesturlandi er víða hvasst, en víðast er þó verið að hreinsa vegi í kringum þéttbýli. Brattabrekka er þungfær en þæfingsfærð er á köflum á Snæfellsnesi. Holtavörðuheiði er enn lokuð. Meira »

Fékk aðsvif og lenti á staur

07:46 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til um fimmleytið í morgun vegna bíls sem hafði lent á staur við Hringbrautina. Hafði ökumaðurinn fengið aðsvif við aksturinn. Meira »

Veðurviðvaranir enn í fullu gildi

07:19 Veðurstofan vekur athygli á því að viðvaranir eru í gildi víða um land fram eftir degi og austantil fram á laugardag. Útlit er fyrir norðanhvassviðri eða -storm næsta sólarhring með snjókomu eða éljagangi á norðan- og austanverðu landinu, roki eða jafnvel ofsaveðri suðaustantil. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
Postulín og silfurvörur.
Postulín og silfurvörur Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl. 10 til...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...